Í hádeginu í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri slökkvistöð að Heiðarvegi 14. Um er að ræða byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2.
Það er byggingarverktakinn 2Þ ehf sem annast verkið en áætlað er að hefja vinnu við verkið í næstu viku.
Það voru Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri og Kristín Hartmannsdóttir formaður framkvæmda og hafnarráðs ásamt fyrrverandi slökkviliðsstjórunum Ragga Bald og Gústa Óskars sem munduðu skóflurnar í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst