Um síðustu helgi voru skólaslit Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum í Safnaðarheimili Landakirkju. Bæði ungir og eldri nemendur skólans léku á hljóðfæri sín fyrir foreldra. Nokkrir nemendur eru að læra á fleira en eitt hljóðfæri og léku þar af leiðandi á fleiri en eitt hljóðfæri. Daníel Hreggviðsson var að ljúka grunnprófi á barintonhorn, níu aðrir luku einnig grunnprófi í söng, trompet, slagverki og barinton horni. Bjartey �?sk Sæþórsdóttir, sem er sjö ára spilaði fyrst á blokkflautu, þar sem hún er að fara að læra á trompet spilaði hún líka á það hljóðfæri fyrir gesti. Rótarý klúbburinn í Vestmannaeyjum veitti Daníel Hreggviðssyni verðlaun og viðurkenningu fyrir góða framistöðu, ástundun og árangur í námi.
Guðný Charlotta Harðardóttir lauk miðprófi í trompeti og píanóleik fyrir nokkrum árum en stefnir nú að klára framhaldspróf við fyrsta tækifæri. Spilaði hún óaðfinnanlega fyrir gesti, sem voru í salnum. Skólastjórinn Stefán Sigurjónsson sagði eftir píanóleik Guðnýar að hún hefði lyft skólanum á hærra plan, svo góður nemandi væri hún. Guðný hefur stundað nám í skólanum frá því að hún var fimm ára gömul og hefur því verið í skólanum í 14 ár. Guðný Charlotta lék líka á fiðlu ásamt þeim Kittý Kovács, Mirru Björgvinsdóttur, Einari Hallgrími Jakobssyni, og Jarli Sigurgeirssyni. �?arna eru bæði nemendur og kennarar skólans að læra á fiðlur.
Flestir nemendur voru í Tónlistaskólanum veturinn 2011 en þá voru nemendur hans 190, þeim fækkaði mikið næstu ár eftir 2011, en í dag fer þeim aftur fjölgandi og voru í vetur 126.