Skora á þingmenn og ráðherra orkumála að breyta umgjörð um fjarvarmaveitur

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjóri sendi erindi, f.h. bæjarráðs, til Landsnets, þar sem óskað var eftir færanlegu varaafli til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, sem formaður Almannavarnarnefndar, hafa fundað tvívegis með forstjóra Landsnets vegna málsins.

Bæjarstjóri hefur fylgt eftir erindinu með þrýstingi á Landsnet og átt fundi með orkumálaráðherra um varaafl og stöðu á afhendingu rafmagns til Vestmannaeyja. Orkumálaráðherra hefur lagt minnisblað fyrir ríkistjórn um stöðu varaafls. Í framhaldi af þessum fundum kom ein færanleg varaaflsstöð til Vestmannaeyja og búið er að gefa vilyrði fyrir fleiri stöðvum í mars til þess að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum. Hver stöð tryggir aðeins 1,2 MW af raforku.

Bæjarstjóri hefur einnig haldið að þingmönnum og orkumálaráðherra mikilvægi þess að breyta umgjörð um fjarvarmaveitur. Þann 10. febrúar sl. var raforka til fjarvarmaveitna landsins skert, sem þó nota aðeins 1% af heildarraforku á landinu. Fjarvarmaveitur þurfa því að skipta yfir í olíu með tilheyrandi mengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki.

Fram kom í niðurstöðu málsins að bæjarráð þakkar upplýsingarnar. “Ánægjulegt er að Landsnet skuli loks stíga skref til að tryggja betur varaafl í Vestmannaeyjum, en stiga þarf stærri skef. Bæjarráð skorar á þingmenn og ráðherra orkumála að breyta umgjörð um fjarvarmaveitur og jafna þannig aðstöðu íbúa og fyrirtækja um landið.”

Nýjustu fréttir

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.