Skráning hafin í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð 2022

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu.

Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist gild þarf að skila inn lagi annað hvort með að setja inn tengil á Youtube, Spotify eða aðrar tónlistarveitur. Einnig er mögulegt að skila inn hljóðskrá.

Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin hljómsveit geti flutt lögin. Forráðamenn keppninnar áskila sér rétt til þess að óska eftir öðru lagi sé það ill framkvæmanlegt.

Hljómsveit æfir með keppendum á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð, 28. júlí. Að lokinni skráningu verður haft samband við foreldra keppenda og keppendum útvegaður tími til æfinga umræddan fimmtudag. Mæting á æfingu er skilyrði fyrir þátttöku.

Skráning hér:
Eldri hópur (börn fædd 2009-2013)

Yngri hópur (börn fædd 2014 og síðar)

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.