Í hádeginu undirrituðu þau Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurður Bragason undir samninga við handknattleiksdeild ÍBV en þau hafa verið ráðnir aðstoðarþjálfarar í vetur. Samningarnir voru undirritaðir á Hótel Vestmannaeyjum en Hótelið hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar allt frá stofnun þess. Ingibjörg mun verða Hrafnhildi �?sk Skúladóttur innan handar og Sigurður Bragason mun aðstoða Arnar Pétursson. Ingibjörg og Sigurður eru miklir reynsluboltar úr handboltanum sem vart þarf að kynna fyrir lesendum.
Ingibjörg var lykilmaður í liði ÍBV og var alltaf með markahæstu leikmönnum liðsins. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV 2000,2003 og 2006 og Bikarmeistari með liðinu 2001, 2002 og 2004. Ingibjörg lagði skóna endanlega á hilluna árið 2013 en þá spilaði hún nokkra leiki fyrir félagið undir lok tímabils. Ingibjörg hefur tvisvar sinnum verið valin íþróttamaður Vestmannaeyja, árin 2000 og 2003
Sigurður Bragason var aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar í fyrra og mun halda starfi sínu áfram með Arnari. Sigurður er leikjahæsti og markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Hann hefur leikið 352 leiki og skorað í þeim 1.035 mörk á átján keppnistímabilum. Sigurður var valin Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2007 en hann hefur verið lykilmaðurinn innan vallar sem utan hjá ÍBV um árabil og mun halda því áfram í stöðu aðstoðarþjálfara liðsins.