Í tvígang á fjórum mánuðum hefur gjaldskrá HS Veitna verið hækkuð í Vestmannaeyjum, svo nemur tugum prósenta.
Í síðustu tilkynningu HS Veitna segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að heitt vatn er framleitt í Vestmannaeyjum með rafmagni – og olíu þegar raforkan er skert.
Ef farið er aftur í tímann og rifjað upp hvað sagt var í aðdraganda byggingar nýrrar varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum sem HS Veitur reistu og reka. Árið 2016 sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins:
Með varmadælu HS Veitna verður hægt að nýta rafmagnið á mun hagkvæmari hátt því til viðbótar við raforkuna verður varmaorka úr sjónum við Vestmannaeyjar notuð til kyndingar á heimilum. Það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert á Íslandi. Samkvæmt áætlunum HS Veitna mun raforkuþörf fjarvarmaveitunnar minnka um allt að 67%. Því til viðbótar mun öll raforka til varmadælunnar verða afhent sem forgangsorka í stað skerðanlegrar orku áður. Þar með munu Vestmannaeyingar ekki lenda aftur í takmörkunum á afhendingu raforku svipuðum þeim sem áttu sér stað vorið 2014.
https://eyjar.net/2016-07-15-raforkunotkun-vegna-hushitunar-i-vestmannaeyjum-gaeti-minnkad-um-67/
HS Veitur sjá bæði Eyjamönnum og Suðurnesjamönnum (Reykjanesi) fyrir vatni. Ef borin er saman verðskráin á milli svæða kemur eftirfarandi í ljós.
Ofangreind verðskrá er af vefsíðu HS Veitna. Áfram verður fjallað um þetta mikilvæga mál á næstu dögum hér á Eyjar.net.
Fréttin hefur verið uppfærð.
https://eyjar.net/verdskra-hitaveitu-haekkar-aftur/
https://eyjar.net/2018-09-26-stefnt-ad-prufukeyrslu-i-oktober/
https://eyjar.net/rumlega-30-haekkun/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst