Sláandi munur á verðskrá
varmad_cr_min
Varmadælustöðin: Væntingar með um lægra verð fyrir heitt vatn hafa ekki gengið eftir. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Í tvígang á fjórum mánuðum hefur gjaldskrá HS Veitna verið hækkuð í Vestmannaeyjum, svo nemur tugum prósenta.

Í síðustu tilkynningu HS Veitna segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að heitt vatn er framleitt í Vestmannaeyjum með rafmagni – og olíu þegar raforkan er skert.

Ef farið er aftur í tímann og rifjað upp hvað sagt var í aðdraganda byggingar nýrrar varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum sem HS Veitur reistu og reka. Árið 2016 sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins:

Með varmadælu HS Veitna verður hægt að nýta rafmagnið á mun hagkvæmari hátt því til viðbótar við raforkuna verður varmaorka úr sjónum við Vestmannaeyjar notuð til kyndingar á heimilum. Það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert á Íslandi. Samkvæmt áætlunum HS Veitna mun raforkuþörf fjarvarmaveitunnar minnka um allt að 67%. Því til viðbótar mun öll raforka til varmadælunnar verða afhent sem forgangsorka í stað skerðanlegrar orku áður. Þar með munu Vestmannaeyingar ekki lenda aftur í takmörkunum á afhendingu raforku svipuðum þeim sem áttu sér stað vorið 2014.

https://eyjar.net/2016-07-15-raforkunotkun-vegna-hushitunar-i-vestmannaeyjum-gaeti-minnkad-um-67/

 

HS Veitur sjá bæði Eyjamönnum og Suðurnesjamönnum (Reykjanesi) fyrir vatni. Ef borin er saman verðskráin á milli svæða kemur eftirfarandi í ljós.

Ofangreind verðskrá er af vefsíðu HS Veitna. Áfram verður fjallað um þetta mikilvæga mál á næstu dögum hér á Eyjar.net.

Fréttin hefur verið uppfærð.

https://eyjar.net/verdskra-hitaveitu-haekkar-aftur/

https://eyjar.net/2018-09-26-stefnt-ad-prufukeyrslu-i-oktober/

https://eyjar.net/rumlega-30-haekkun/

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.