Sögur, söngur og sýningar
Skald St
Skáldmennin Jón Kalman Stefánsson, Guðmundur Andri Thorsson og Sindri Freysson lesa úr nýjum bókum sínum.

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði.

Laugardagurinn 2. nóvember

RÁÐHÚS

Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks.

SAGNHEIMAR

Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.

ELDHEIMAR

Kl. 20:30 Tidy Rodrigues, stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum mætir ásamt einvalaliði tónlistarfólks og flytur okkur söngperlur frá heimalandinu. Jafnframt verður kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja. Miðasala á staðnum.  Verð aðeins kr. 4.900.

Bókasafnið er með grímugerð og hrekkjavökuföndur kl. 12-15.

Einarsstofa: Sýning Bjarna Ólafs opin kl. 12-15.

Sagnheimar: Opið kl. 12-15.

Eldheimar: Opið kl. 13 30– 16 30.

Sea Life Trust býður upp á hrekkjavökuratleik 31. okt. – 2. nóv. kl. 11-16. Nánari upplýsingar á facebóksíðu þeirra.

IMG 5875 Ads
Tidy Rodrigues, stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum er mætt til Eyja.

 

Nýjustu fréttir

Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu
Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.