Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er nú tvöfaldur klúbbmeistari GV aðeins 16 ára gömul. Innilega til hamingju Sóley!
Nafn: Sóley Óskarsdóttir.
Aldur: 15 að verða 16 ára.
Fjölskylduhagir: Mamma Kolbrún Sól, pabbi Óskar Haraldsson og bróðir Ari Óskarsson.
Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi? Ég vakna, græja mig, fæ mér Nocco og fer í vinnu. Fer svo í golf restina af deginum og fer stundum út með vinum um kvöldið.
Aðal áhugamál? Golf og bara allar íþróttir.
Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Rory Mcilroy.
Hefurðu stundað aðrar íþróttir en golf? Já, fótbolta.
Hvert stefnirðu í golfinu? Háskóla golf.
Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju? Bara þrjá vini, vil ekki gera upp á milli.
Eitthvað að lokum? Takk fyrir stuðninginn
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst