Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er nú tvöfaldur klúbbmeistari GV aðeins 16 ára gömul. Innilega til hamingju Sóley!
Nafn: Sóley Óskarsdóttir.
Aldur: 15 að verða 16 ára.
Fjölskylduhagir: Mamma Kolbrún Sól, pabbi Óskar Haraldsson og bróðir Ari Óskarsson.
Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi? Ég vakna, græja mig, fæ mér Nocco og fer í vinnu. Fer svo í golf restina af deginum og fer stundum út með vinum um kvöldið.
Aðal áhugamál? Golf og bara allar íþróttir.
Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Rory Mcilroy.
Hefurðu stundað aðrar íþróttir en golf? Já, fótbolta.
Hvert stefnirðu í golfinu? Háskóla golf.
Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju? Bara þrjá vini, vil ekki gera upp á milli.
Eitthvað að lokum? Takk fyrir stuðninginn





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.