Vona að sem flestir komi að horfa - Spamalot

 

Guðrún Elfa Jóhannsdóttir sér um dans hönnun og kennslu í verkinu Spamalot. Í gegnum tíðina hefur hún sótt allskyns dansnámskeið og sjálf æft dans frá því að hún man eftir sér. “ Ég byrjaði að þjálfa þegar ég var 12 ára og hef ekki hætt að stússast í kringum dans síðan.”
Hún tók þátt í verkinu Gosa núna um árið og þar sá hún um alla dans hönnun og kennslu sem og hönnun og útfærslu á sminki.
Guðrún segir það ganga vel að undirbúa komandi sýningu. “Ég er ófrísk á lokapsprettinum og á að eiga 9. mars svo ég er komin upp á land og er eins og er bara að senda þeim video og FaceTimea yfir til eyja til að aðstoða við það sem á eftir að semja og kenna.” 

Segir hún hópinn svakalega hæfileikaríkann og fjölbreyttann. “Ég reyni að semja miðað við hæfni og setja atriðin þannig upp að allir fái að sýna sýnar bestu hliðar. Það sem mér finnst líka skipta miklu máli er að áhorfendur missi aldrei áhugann, að það sé nógu mikið að gerast á sviðinu en að áhorfandinn viti samt hvert skal horfa og verði ekki ruglaður. Þetta er fín lína sem er mikilvægt að hitta á, sérstaklega í leikverkum sem þessum. Það sem stendur hellst upp úr í ár er hvað leikverkið er skondið og hvað leikararnir eru allir með skemmtilegt “take” á sín hlutverk” segir hún að lokum. 

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.