Spari­sjóður Vest­manna­eyja í er­lenda eigu?
For­svars­menn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja gengu á fund Fjár­mála­eft­ir­lits­ins nú á fjórða tím­an­um. Á fund­in­um munu þeir leggja fram þrjár til­lög­ur sem miða að því koma sjóðnum í rekstr­ar­hæft horf. Eins og Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um hef­ur at­b­urðarás­in verið nokkuð hröð síðustu sól­ar­hring­ana og nú síðast barst stjórn Spari­sjóðsins er­indi frá Ari­on banka þess efn­is að bank­inn væri áhuga­sam­ur um að gera til­boð í sjóðinn. �?að gerðist eft­ir að Morg­un­blaðið upp­lýsti um að til stæði að Lands­bank­inn gerði til­boð í Spari­sjóðinn.
Í fyrsta lagi er lagt til að sjóður­inn verði áfram rek­inn sem sjálf­stæð fjár­mála­stofn­un og að er­lend­ur aðili komi að sem nýr meiri­hluta­eig­andi. Í öðru lagi er til­laga um að Lands­bank­inn taki yfir starf­semi sjóðsins og í þriðja lagi kem­ur til greina, í ljósi nýj­asta út­spil Ari­on banka, að hann taki yfir starf­semi sjóðsins með ein­um eða öðrum hætti.
Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að það hafi gerst fyrr í dag að er­lend­ur fjár­fest­ir hafi lýst sig reiðubú­inn til að leggja sjóðnum til nýtt eigið fé og að þar sé um að ræða fram­lag sem tryggja muni viðkom­andi meiri­hluta­eign í sjóðnum.
Fjár­mála­eft­ir­litið hafði veitt stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frest til klukk­an 16:00 í dag til að skila inn full­nægj­andi til­lög­um sem tryggt gætu eig­in­fjár­stöðu sjóðsins. Ekki er vitað á þess­ari stundu hvort sá frest­ur verði fram­lengd­ur eða hvort Fjár­mála­eft­ir­litið muni nú þegar ákveða hvort ein­hver hinna þriggja leiða verði fyr­ir val­inu eða hvort Spari­sjóðnum verði skipuð slita­stjórn.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.