Spennusetja strenginn næstu helgi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag var haldið erindi um rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorku, varaafl og rafmagnsþörf.

Eins og fram kemur í fundargerð þá greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, frá stöðu viðgerða á rafmagnsstrengnum sem bilaði í janúarmánuði síðastliðnum. Skv. Landsneti eru erfiðar aðstæður á hafsbotni sem hafa gert það að verkum að viðgerðin hefur dregist. Kafarar hafa þurft að hreinsa ofan af gamla strengnum þar sem á að taka hann í sundur. Lyfta þarf strengnum upp til þess að gera við hann.

Áætlanir viðgerðaraðila gera ráð fyrir að taka VM23 úr rekstri í dag, laugardag, en það gæti hliðrast til ef hreinsunin dregst enn frekar. Á landi hefur tenging sæstrengsins við landstrenginn verið undirbúin og allt tilbúið þar fyrir tengingar þegar strengurinn hefur verið tengdur á sjó. Miðað við núverandi áætlun má gera ráð fyrir að strengurinn verðir spennusettur um aðra helgi. Það er þó allt háð veðri og ölduhæð á svæðinu.

Myndatexti: Viðgerðarskipið Henry P Lading í fjarska.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.