Í sundlaug Vestmannaeyja standa nú yfir umfangsmiklar framkvæmdir þar sem verið er að endurnýja búnað sem hefur verið í notkun frá upphafi. Markmið framkvæmdanna er að bæta vatnsgæði og auka öryggi gesta. Í því samhengi er verið að setja upp fimm nýjar sandsíur sem munu gegna lykilhlutverki í hreinsun sundlaugarvatnsins.

Pípulagningarmenn vinna þessa dagana að því að tengja lagnir að og frá síunum, á meðan rafvirkjar annast uppsetningu á nýrri stjórntöflu sem stýrir starfsemi búnaðarins. Til að koma síunum fyrir þurfti að saga op í gólfið sunnan megin við laugina og þar verður framvegis þjónustulúga sem einfaldar aðgengi að búnaði og viðhaldi.
Samhliða þessu hafa allar frárennslisrennur í sundlauginni verið yfirfarnar og lagfærðar, auk þess sem þær hafa verið þéttaðar betur til að tryggja aukna vatnsheldni og lengri endingartíma. Þá hefur jöfnunartankurinn einnig verið tekinn í gegn og styrktur en hann gegnir lykilhlutverki í að viðhalda réttu vatnsmagni í lauginni.
Samkvæmt núverandi áætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki um miðjan febrúar.
Tilkynning birtist í dag á vestmannaeyjar.is



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.