Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel þrátt fyrir Covid

Grétar þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs og fór yfir starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel og hefur tekist ágætlega að glíma við erfiðar aðstæður. Góð aðsókn er í sundlaugina og lítil breyting frá síðasta ári þrátt fyrir Covid. Gætt er vel að sóttvörnum. Núverandi fjöldatakmarkanir eru það rúmar að ekki þarf að grípa til aðgangsstýringar. Æfingar í Íþróttamistöðinni ganga vel og starfsemin nokkuð hefðbundin. Allir passa vel upp á umgengisreglur og gætt vel að þrifum, sérstaklega á snertiflötum. Endurnýjun sundklefa heppnuðust vel og sérstaklega er ánægjulegt að sérklefi fyrir hreyfihamlaða fer að komast í gagnið á næstu dögum. Ráðið þakkar kynninguna.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.