Stelpurnar unnu 28:25-sigur á KA/Þór í 10. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta og eru þar með komnar á toppinn með 15 stig.
KA/Þór byrjaði leikinn töluvert betur og voru fjórum mörkum yfir snemma í leiknum. ÍBV tókst þó að snúa því við og voru með tveggja marka forystu í hálfleik og gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik. Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk. Ásta Björk Júlísdóttir og Kristrún Hlynsdóttir skoruðu fjögur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst