Stelpurnar heimsækja Hauka

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka á Ásvöllum í dag klukkan 18:00. ÍBV stelpurnar hafa verið á góðu skriði í deildinni og unnið tvo síðustu leiki gegn Val og Fram og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Gestgjafarnir eru í sjötta sæti með tíu stig.

Fram kemur á facebook síðu ÍBV að það að verður engin hefðbundin miðasala á leikstað. Haukar úthluta takmörkuðu magni miða til útiliðs og verður að panta þá fyrirfram.
Þeir sem ætla sér að mæta á leikinn eru því beðnir um að senda skilaboð í gegnum facebook síðu ÍBV. Í skilaboðunum þarf að koma fram hversu marga miða viðkomandi vill kaupa og láta fylgja full nöfn, kennitölur og símanúmer þeirra. Miðinn kostar 2.000 kr.- stk.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.