Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Draupni frá Akureyri í 1. deild en Eyjastúlkur eru í harðri toppbaráttu í B-riðli deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og fer fram á Hásteinsvellinum en ÍBV lék tvo leiki um síðustu helgi á útivelli, þar af annar einmitt gegn Draupni.