Stíll – fatahönnunarkeppni verður haldin í sal Barnaskólans í kvöld, kl. 18:30. Þar munu níu hópar skipaðir nemendum úr 8.-10. bekk keppa um að komast í aðalkeppnin Stíls í Reykjavík. Á meðan dómarar komast að niðurstöðu bjóða nemendur í 10. bekk upp á kaffihlaðborð gegn vægu gjaldi, aðeins kr. 500 til styrktar ferðasjóði þeirra.