Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum síðastliðið föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni.

Vinnslustöðin óskaði strax í gær eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður óhagstæðar vegna veðurs. Tjón er staðfest en umfang þess ekki. Í dag viðrar betur til köfunar og frekari könnunar.

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið og hafa sett sig í samband við HS veitur, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og tryggingafélag sitt. Fyrirtækið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að aðstoða við viðgerðir og jafnframt að komast að því hvað þarna fór úrskeiðis.

Vatnsleiðsla lögð til Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.