Handboltastjörnurnar hrindu inn Jólin á föstudaginn þegar stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum var haldinn og stemmingin var stórkostleg. Leikmenn m.fl. kk í handbolta sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Stjörnurnar fengu frábæran liðstyrk í leiknum en Róbert Aron Hostert og Guffi Kristmannsson voru óvæntir leikmenn í leiknum. Það var öllu til tjaldað, ljósasjó, reykur, sirkús mörk og þónokkur leynitrix litu dagsins ljós. Kolbeinn Aron Arnarsson lýsti leiknum af sinni alkunnu snilld eins og honum einum var lagið.
Allur ágóði rann óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja og safnaðist yfir milljón á leiknum. Krabbavörn í Vestmannaeyjum var stofnað árið 1990. Árlega greinast um 10 Vestmanneyingar með krabbameina og árlega þiggja um 25 Vestmanneyingar styrki frá Krabbavörn í Vestmannaeyjum og greiðir félagið um fimm milljónir króna til styrkþega á hverju ári.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.