Stjörnusigur í Eyjum
Eyja 3L2A8333
Hart barist um boltann. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV tapaði í dag naumlega gegn Stjörnunni í Olís deild kvenna. Leikið var í Vestmannaeyjum. Lið gestanna leiddi í leikhléi 11-13. Munurinn jókst svo í síðari hálfleik og munaði mest 7 mörkum. ÍBV náði svo að minnka muninn þegar líða tók á hálfleikinn og munaði einungis einu marki þegar lokaflautið kom. Lokatölur 22-23.

Hjá ÍBV var Sunna Jóns­dótt­ir markahæst með 5 mörk, Agnes Lilja Styrm­is­dótt­ir og Birna Berg Har­alds­dótt­ir skoruðu 4 hvor og Al­ex­andra Ósk Vikt­ors­dótt­ir gerði 3 mörk.  Bernódía Sif Sig­urðardótt­ir varði 13 bolta í markinu. Þegar 11 umferðum er lokið í deildinni er ÍBV í næstneðsta sæti með 6 stig. Stjarnan lyfti sér upp í fimmta sæti með 8 stig.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.