Stór áform við höfnina

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035;

Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta fyrir hafnarstarfsemi er unnið að nýjum valkostum fyrir nýja viðlegu- og stórskipakanta. Bæjarstjórn samþykkti þann 25. Janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir nýjum reitum fyrri hafnarstarfsemi.

Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti og landfyllingu fyrir utan Eiðið. Er sú staðsetning enn talin fýsilegur kostur en kostnaðarsöm og umsvifamikil framkvæmd. Annar kostur til að stækka hafnarsvæðið er að stækka svæði Skansfjöru til austurs út Gjábakkafjöru (Brimneskantur).  Mikil aukning hefur verið á gámaútflutningi á undanförnum árum og ljóst að þörf er fyrir stækkun á gámasvæði. Því er til skoðunar um að byggja upp slíkt svæði við Brimneskantinn.

Fyrirhugaðar breytingar á höfninni snúa að:

  • Betri aðkoma að Vestmannaeyjahöfn með styttingu Hörgaeyrargarðs um allt að 40 m.
  • Lenging viðlegukanta hafnarinnar með gerð viðlegukants undir Kleifum, við Löngu. Gert er ráð fyrir að hafnarkanturinn verði lengdur frá Kleifum í átt að Hörgaeyrargarði.
  • Uppbyggingu stórskipakants, svokallaðs Brimneskants frá Skansfjöru yfir að Gjábakkafjöru, þar sem hægt verður að taka inn stærri flutningaskip, ekjuflutningaskip, auk farþegaskipa og góð aðstaða mun verða fyrir gáma.

Með fyrirhuguðum breytingum á Vestmannaeyjahöfn verður hægt að taka inn stærri skip, sem er nauðsynlegt til að þjónusta sjávarútveginn og aðra atvinnustarfsemi í Eyjum og viðhalda samkeppnisstöðu hafnarinnar og samfélagsins.

Skipulagslýsing er fyrsta skref í gerð skipulagsáætlana. Nánari upplýsingar um útfærslu breytinganna koma fram á næstu stigum málsins. Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja, á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu sveitarfélagsins.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 26. febrúar 2024 í afgreiðslu Ráðhúss, á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í gegnum skipulaggátt Skipulagsstofnunar.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.