Eyjónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld fyrir troðfullu húsi. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi önnur eins orka verið í þessum glæsilega sal og tónleikarnir tókust með miklum ágætum. Allir listamenn stóðu vel fyrir sínu og Eyjafólkið okkar var frábært. Sérstakar þakkir færum við Karla- og Kvennakórum Vestmannaeyja fyrir þeirra stóra framlag til tónleikanna, en þau voru á sviðinu allan tímann og voru hreint frábær.
Mikill fjöldi Grindvíkinga var í salnum í bland við Eyjafólk og aðra góða gesti. Viljum við nota tækifærið og þakka Síldarvinnslunni hf, Brim hf, Þorbirni hf í Grindavík og Vinnslustöð Vestmannaeyja-VSV fyrir stuðninginn í því verkefnið að bjóða Grindvíkingum á tónleikana.
Einnig færum við öllum sem hafa stutt okkur í þessu verkefni í gegnum árin. Sérstakar þakkir fá Mari, Marý og Björgvin í Miðstöðinni, Stebbi og Björk og co í Skipalyftunni, Freyr og Elfa í Kapp, Binni, Andrea og co hjá Vinnslustöðinni-VSV og Hörður Orri og co hjá Herjólfi. Við gætum þetta ekki án ykkar og allra annarra sem lagt hafa hönd á plóg.
Hafið öll alúðarþakkir fyrir ❤️
Guðrún og Daddi
Hér er hægt að lesa dagskrá tónleikanna




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.