Vindurinn neær nú orðið stormstyrk á Stórhöfða. Klukkan 10 í morgun mældust þar 23 m/s og sló mest upp í 30 m/s í hviðum. Gul viðvörun er bæði á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11.00 og gildir til klukkan 20.00 í kvöld. Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar í morgun en ölduhæðin í Landeyjahöfn fór yfir 4 metra. Í nýrri tilkynningu frá skipafélaginu segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands – sem skrifuð er fyrir klukkan 7 í morgun segir: Seinnipart síðustu viku var fellibylurinn Erin að þokast til norðausturs, tiltölulega langt úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. Náði hún um tíma styrkleikanum fimm, sem er efsta styrkleikastig fellibylja, en missti smám saman kraftinn eftir því sem hún barst lengra til norðurs yfir kaldari sjó. Um helgina var hún komin á svæðið suðaustur af Nýfundnalandi og gekk þá hlýtt hitabeltisloftið í fellibylnum í veg fyrir svalara loft úr norðri og tók þar með þátt í hefðbundinni lægðadýpkun á þessum slóðum, sem við þekkjum svo vel og fáum oft að kenna á.
Nú þegar þetta er skrifað er lægðin (leifar fellibylsins Erin) stödd 450 km S af Vestmannaeyjum og þrýstingur í miðju hennar 962 mb, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag. Allhvass eða hvass vindur sunnanlands, hvassast allra syðst. Víða strekkingur í öðrum landshlutum. Súld og rigning verður viðloðandi um landið sunnan- og austanvert. Norðan- og vestanlands verður hins vegar lítil úrkoma og jafnframt nokkuð hlýtt, kringum 20 stig þegar best lætur, enda loftið yfir landinu hlýtt og að hluta til ættað innan úr fellibylnum.
Á morgun gera spár ráð fyrir að títtnefnd lægð verði áfram fyrir sunnan landið, en grynnist hratt og vindur gefur því eftir. Súld ennþá á suðaustan- og austanverðu landinu. Í öðrum landshlutum skýjað með köflum með möguleika á smávegis skúrum hér og þar og áfram hlýtt.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.