Stormur og asahláka, lögreglan varar við vatnstjóni

Veðurstofan hefur gefið út glua veðurviðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á morgun. Á suðurlandi er gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s. Sums staðar snjókoma, einkum á fjallvegum. Hlýnar síðan og fer að rigna á láglendi, hlýnar einnig síðar á fjallvegum. Búast má við mikilli hálku eftir að hlýnar. Hiti 5 til 9 stig. Búast má við talverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón. Flughálka er líkleg til að myndast á blautum klaka.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur fólk til að gera viðeigandi ráðstafanir en töluverð hætta er á vatnstjónum og er mikilvægt að fólk sé meðvitað um þá hættu og geri ráðstafanir.

-Hreinsa frá niðurföllum.
-Hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar.
-Hreinsa frá rennum og niðurföllum þaka.
-Moka rásir meðfram húsum til að vatn eigi greiða leið burt en safnist ekki fyrir.
-Hreinsa snjó af svölum og tryggja að niðurfall virki.
Við þessar aðstæður verður mun meiri þungi í snjónum og þá er hætta á að þök, þakkantar og þakrennur gefi sig ef sjór er ekki hreinsaður af þökum.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.