ÍBV sótti FH heim þegar fimmta umferð Olís deildar kvenna fór fram. Fyrir leikinn voru Eyjastelpur taplausar og þær héldu því áfram en þær unnu stóran sigur á FH 21-31.
Stelpurnar tóku strax yfir höndina og voru komnar með góða forustu þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 17-7 en leikurinn náði aldrei að verða spennandi og lítið fyrir augað. Stelpurnar héldu forskotinu áfram í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur, 21-31. Stelpurnar halda því sigurgöngu sinni sem og toppsætinu áfram.
Nú verður tveggja vikna pása í deildinni og verður næsti leikur laugardaginn 17. október gegn KA/�?ór.
Mörk ÍBV skoruðu þær: Vera Lopez 8, Thelma Amado 7, Drífa �?orvaldsdóttir 6, Greta Kavaliuskaite 4, Ester �?skarsdóttir 3, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 2 og Díana Dögg Magnúsdóttir 1.