Stórtónleikar á föstudaginn

Á föstudaginn verða haldnir stórtónleikar í ÍÞróttamiðstöðunni í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Tónleikarnir eru hinir glæsilegustu þar sem fram koma Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið verður m.a. frumflutt.

Um er að ræða sömu dagskrá á báðum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru einkum ætlaðir ungu kynslóðinni og ungu barnafólki, en seinni tónleikarnir fólki eldra en 18 ára.

Vestmannaeyjabær býður á tónleikana og er þeim sem vilja tryggja sig á tónleikana bent á að sækja sér miða í Íþróttamiðstöðinni, Eldheimum eða Safnahúsi. Gefnir verða út 600 miðar á hvora tónleika sem hægt er að nálgast fyrirfram, en 500 miðar verða í boði við innganginn við upphaf tónaleikanna.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.