Á föstudaginn verða haldnir stórtónleikar í ÍÞróttamiðstöðunni í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Tónleikarnir eru hinir glæsilegustu þar sem fram koma Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið verður m.a. frumflutt.
Um er að ræða sömu dagskrá á báðum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru einkum ætlaðir ungu kynslóðinni og ungu barnafólki, en seinni tónleikarnir fólki eldra en 18 ára.
Vestmannaeyjabær býður á tónleikana og er þeim sem vilja tryggja sig á tónleikana bent á að sækja sér miða í Íþróttamiðstöðinni, Eldheimum eða Safnahúsi. Gefnir verða út 600 miðar á hvora tónleika sem hægt er að nálgast fyrirfram, en 500 miðar verða í boði við innganginn við upphaf tónaleikanna.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.