Karlalið ÍBV tók á móti KA í áttundu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Eyjamanna. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 18-17 í hálfleik.
Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri. Eyjamenn voru með forystuna allan leikinn og komust mest fimm mörkum yfir. Þegar um fjórar mínútu voru til leiksloka náðu KA menn að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn gáfu ekkert eftir og unnu 36-34 sigur. Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson voru markahæstir í liði ÍBV með 11 mörk. Morgan Goði var með fimm skot varin. Með sigrinum jafnaði ÍBV KA að stigum og eru bæði lið með 10 stig eftir átta leiki. Liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar.
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 11 mörk, Elís Þór Aðalsteinsson 11/7, Sveinn José Rivera 4, Kristófer Ísak Bárðarson 4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1.
Kvennalið ÍBV fór á Hlíðarenda og léku gegn Val í toppslag sjöttu umferðar Olís deildar kvenna í dag. Valskonur höfðu betur og unnu þriggja marka sigur. Valskonur voru með yfirhöndina í leiknum en Eyjakonur náðu að minnka muninn í eitt mark rétt fyrir hálfleiks flautið. Staðan 16-15 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri, Valskonur sterkari aðilinn. Þegar um stundarfjórðungur var eftir var staðan 25-20. Eyjakonur náðu þó að jafna leikinn í 26-26 þegar skammt var eftir en Valskonur gáfu ekkert eftir og unnu 33-30 sigur. Eftir leikinn eru Eyjakonur í fjórða sæti með 8 stig. Valskonur eru á toppnum með 10 stig. Sandra Erlingsdóttir var markahæst í leiknum með 8 mörk. Amalia Frøland var með sjö skot varin.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 8 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 3, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2.
Strákarnir spila næst útileik gegn ÍR fimmtudaginn 6. nóvember kl. 18:30 og stelpurnar spila útileik gegn Fram laugardaginn 1. nóvember kl. 15:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst