Strákarnir úr leik í bikarnum
Ibv Kari 23 OPF DSC 1547
Frá leik ÍBV og Hauka á síðasta tímabili. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

16-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta hófust í dag. Á Ásvöllum tóku Haukar í móti ÍBV. Haukar náðu forystunni í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi 15-14. ÍBV náði að jafna í upphafi seinni hálfleiks og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum hálfleiksins. Eyjamenn náðu þó aldrei að komast yfir og þegar leið á hálfleikinn juku heimamenn muninn.

Í seinni hálfleik fékk Haukamaðurinn Andri Fannar Elísson rautt spjald fyrir að skjóta boltanum í höfuð markvarðar ÍBV úr vítakati. Palvels Miskevich markvörður ÍBV féll í gólfið við skotið en var snöggur á fætur og sló í framhaldinu í höfuð Andra. Fyrir það fékk Pavel rautt og blátt spjald sem þýðir leikbann í næsta leik.

Lokatölur leiksins urðu 37-29. Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson gerðu sex mörk í dag fyrir ÍBV og Andri Erlingsson skoraði fimm. Eyjamenn geta nú einbeitt sér að deildinni þar sem þeir mæta næst HK á útivelli.

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.