Vestmannaeyjabær leitaði eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá þeim sem bjóða orku til sölu eftir að Orkusalan sagði upp samningi við bæinn. Alls bárust fjögur tilboð, frá Orkusölunni, N1, ON og Straumlind. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að mat á tilboðum liggi fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði hann til að lægsta tilboðinu sem er frá Straumlind yrði tekið.
Bæjarráð samþykkti að taka hagstæðasta tilboðinu sem er frá Straumlind. Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs var falið að ganga frá samningi Vestmannaeyjabæjar við Straumlind um raforkukaup.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst