Hinn árlegi LUV-leikur fer fram á Kaplakrika næst komandi sunnudaginn klukkan 17:00 þegar topplið FH tekur á móti ÍBV í 19. umferð Pepsi-deildar karla.
LUV-leikurinn er spilaður í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011.
Stuðningsmenn beggja liða ætla að koma saman tveimur tímum fyrir leik í �?lhúsinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði en sá staður er í eigu Eyjamanna, hjónanna Aðalheiðar Runólfsdóttur og �?lafs Guðlaugssonar og Viktors Ragnarssonar rakara í Eyjum. Miklir kærleikar eru á milli stuðningsmannahópa liðanna enda fjölmenntu stuðningsmenn FH á fyrri leik liðanna í sumar í Eyjum þar sem þeir fengu gríðarlega góðar móttökur.