Eins og landsmönnum ætti að vera orðið kunnugt um, verður stórleikur 16 liða úrslita Símabikars karla háður í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld klukkan 19:00, þegar B-lið ÍBV tekur á móti A-liðinu. Leikmenn B-liðsins hafa undirbúið sig af krafti fyrir leikinn mikilvæga, aðallega andlega en eitthvað líkamlega líka. Þeir vilja fá sem flesta á leikinn, enda rennur þeirra hluti af sölu aðgöngumiða, beint til Krabbavarna Vestmannaeyja. Leikmenn B-liðsins koma fram í myndbandi sem má sjá hér að neðan.