Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur veitt Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, rausnarlega styrktargjöf.
Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fjárhæðin verði meðal annars nýtt til kaupa á ýmiss konar tækjum, auk aðstöðu- og vinnubúnaðar sem mun efla daglegt starf stöðvarinnar. Þá segir í fréttinni að Heimaey þakki Kiwanisklúbbnum Helgafelli innilega fyrir veglega styrkveitinguna.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst