Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga erfitt með að ná endum saman hafa getað haldið gleðilegri jól en ella.
Prestar Landakirkju munu taka á móti fólki á skrifstofum sínum, og auðvitað er betra að vera fyrr en seinna á ferðinni, svo úthlutun geti farið sem fyrst fram í desember.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt sjóðinn með framlögum sínum í gegnum tíðina um leið og við óskum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegrar og kærleiksríkrar aðventu.
Fyrir þá sem vilja styðja styrktarsjóðinn er hægt að milli færa á eftirfarandi reikning:
Bnr. 0133-15-000759
kt. 630321-0340
Guðmundur Örn Jónsson og Viðar Stefánsson prestar í Landakirkju.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.