Það eru tveir dagar í þjóðhátíð og undirbúnigurinn stendur sem hæst. Í ár verða bílapassarnir armbönd sem verða afhent þeim sem á þurfa að halda í dag miðvikudaginn 31. júlí frá kl. 9:00-16:00. Nauðsynlegt er að þeir eldri borgarar og fatlaðir sem þurfa að nýta passana mæti sjálfir í Týsheimilið að sækja armbönd
Í dag á einnig að fara með súlurnar og mikilvægt er að fólk mæti á tilsettum tíma með súlurnar á eftirfarandi tímum:
Reimslóð, Þórsgata, Týsgata og Efri byggð – kl. 17:00
Ástarbraut, Veltusund og Klettar – kl. 17:45
Skvísusund og Lundaholur – kl. 18:30
Sigurbraut, Sjómannasund og Golfgata – kl. 19:15
Þeir sem tóku ekki frá lóð – kl. 20:00
Fyrri hluta miðvikudags verður lokað fyrir umferð í Herjólfsdal til að tryggja öryggi starfsmanna og gesta. Fimmtudag og föstudag verða búslóðaflutningar í Dalinn á eftirfarandi tímum.
Fimmtudag kl. 11:30 til 15:00 og 17:30 til 20:00.
Föstudag kl. 9:00 – 11:30.
Á öðrum tímum er dalurinn lokaður fyrir bílaumferð, segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst