Sumarlokun leikskóla og lengd opnun á gæsluvelli

Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Lagt var til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2023 verði 14. júlí 2023 til og með 14. ágúst 2023. Leikskólar opna aftur eftir sumarlokun kl 10:00 þann 15. ágúst 2023.
Ráðið samþykkti umrædda tillögu og leggur áherslu á að leikskólarnir tilkynni foreldrum/forráðamönnum tímabil sumarlokunar sem fyrst.

Gæsluvöllurinn var einnig til umræðu á sama fundi. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað varðandi aukna opnun gæsluvallar þegar sumarlokun leikskóla stendur yfir. Hægt væri að hafa gæsluvöllinn opinn fyrir hádegi og væri þá opnunartími frá 9-12 og 13-16 Starfsemin yrði samt sem áður í formi gæsluvallarúrræðis en þó mögulegt að hafa aðstöðu fyrir börnin inni ef veður er óhagstætt til útiveru. Aukinn kostnaður við að lengja opnunartíma snýr að launakostnaði sem myndi hækka um kr. 600.000 en rekstrarkostnaður héldist óbreyttur.Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir yfirferðina og felur framkvæmdastjóra sviðs að undirbúa lengri opnunartíma gæsluvallar sumarið 2023 í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaði og gera ráð fyrir aukakostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs.

Gæsluvöllurinn _minnisblað.pdf

Nýjustu fréttir

Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.