Það stendur mikið til í húsi Hvítasunnumanna, í gömlu Höllinni við Vestmannabraut en þar verða stórtónleikar Lúðrasveitar og Karlakórs Vestmannaeyja í dag föstudag kl. 17.00. Bera þeir heitið Sunnansól og hægviðri. Þar munu Lúðrasveitin og Karlakórinn flytja Sólarsvítuna eftir Árna Johnsen.
Við litum við á æfingu í gærkvöldi og má eiga von á skemmtilegum tónleikum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.
Þá mun Sara Renee einnig frumflytja goslokalagið 2018, Aftur heima eftir Björgvin E. Björgvinsson. Hátíðarávarp í tilefni 45 ára gosafmælis.
Sannkölluð menningarveisla. Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, 100 ára afmæli fullveldisins, Goslokanefnd og Skipalyftunni.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis, á meðan húsrúm leyfir. Þeim verður lokið áður en Leikhópurinn Lotta hefur sýningu sína á Gosa á Stakkagerðistúni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst