Sunnansól og hægviðri í gömlu Höllinni
Árni Johnsen fylgist með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja æfa sköpunarverk sitt Sólarsvítuna.

Það stendur mikið til í húsi Hvítasunnumanna, í gömlu Höllinni við Vestmannabraut en þar verða stórtónleikar Lúðrasveitar og Karlakórs Vestmannaeyja í dag föstudag kl. 17.00. Bera þeir heitið Sunnansól og hægviðri. Þar munu Lúðrasveitin og Karlakórinn flytja Sólarsvítuna eftir Árna Johnsen.

Árni Johnsen fylgist með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja æfa sköpunarverk sitt Sólarsvítuna.

Við litum við á æfingu í gærkvöldi og má eiga von á skemmtilegum tónleikum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.

Þá mun Sara Renee einnig frumflytja goslokalagið 2018, Aftur heima eftir Björgvin E. Björgvinsson. Hátíðarávarp í tilefni 45 ára gosafmælis.

Sannkölluð menningarveisla. Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, 100 ára afmæli fullveldisins, Goslokanefnd og Skipalyftunni.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis, á meðan húsrúm leyfir. Þeim verður lokið áður en Leikhópurinn Lotta hefur sýningu sína á Gosa á Stakkagerðistúni.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.