Sunnudagur í myndum

Mikil gleði og skemmtun ríkti á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár og til margra ánægju var veðrið andstæða veðursins frá kvöldinu áður.

Hápunktur margra á ári hverju er brekkusöngurinn sem trúbadorinn og Selfyssingurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson leiddi í þriðja skiptið þetta árið. Áður en brekkusöngurinn hófst var sýnt stutt myndband í minningu Árna Johnsen sem bjó til brekkusönginn fyrir 46 árum síðan í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag.

Söngvakeppni barnanna var haldin og Bríet og Jón Ólafs og vinir sungu fyrir stútfulla brekkuna á kvöldvökunni. Blysin sem tendruð voru eftir brekkusönginn voru 149 talsins þetta árið sem þýðir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stórafmæli á næsta ári.

Birnir, Páll Óskar og Stuðlabandið héldu uppi stuðinu á stóra sviðinu eftir miðnætti og peyjarnir í Bandmönnum og Brimnes á því litla.

Meðfylgjandi myndir tók Addi í London.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.