ÍBV sótti Stjörnuna heim í kvöld þegar 16. umferð Pepsí deildar kvenna fór fram. Stjarnan komst yfir strax á þrettándu mínútu með marki frá Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimakonur. ÍBV náði að jafna þegar 78. mínútur voru liðnar af leiknum en þar var að verki Esther Rós Arnarsdóttir. Allt stefndi í jafntefli hjá liðunum sem þýddi að Breiðablik myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum en með marki ætti Stjarnan enn von á titlinum. Stjörnustelpum tókst svo í uppbótatíma að tryggja sér sigurinn með marki frá Hörpu �?orsteinsdóttur, lokatölur 2-1.