Sýnatökur m.t.t. COVID-19
29. apríl, 2020

Dagana 1. – 3. maí n.k. verður í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 – á sambærilegan hátt og verið hefur í gangi fyrir einstaklinga sem hafa verið í sóttkví og einangrun. Um er að ræða rannsókn þar sem tekin eru blóðsýni og háls- og nefkoksstrok. Tilgangurinn er m.a. að skoða betur hversu margir hafa tekið smit, þ.e.a.s. myndað mótefni gegn veirunni sem veldur COVID-19.

Hægt er að bóka tíma á vefsíðunni bokun.rannsokn.is
(beinn hlekkur: http://bokun.rannsokn.is/q/eyjar)

Ekki verður tekið við tímapöntunum í gegnum síma HSU.

Sýnatökur fara fram við HSU (heilbrigðisstofnunina) við bílastæði sunnan til (bílastæði á milli Sóla og HSU).

Þeir sem hafa lokið sóttkví/einangrun og eiga eftir að koma í sýnatöku geta haft samband í gegnum tölvupóstfangið eyjaklukk@hsu.is ef þeir vilja fá tíma.

Sumarkveðjur,

Hjörtur Kristjánsson

Umdæmislæknir sóttvarna

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.