Leikhópurinn Lotta sýndi í dag glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans á Stakkagerðistúni.
Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur.
Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný íslensk lög í sýningunni, mikið af dönsum og heill hellingur af bröndurum, bæði fyrir börn og fullorðna, enda virtust flestir skemmta sér vel á Stakkó í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst