Systurskipin fylgdust að
nyjar_eyjar
Systurskipin Vestmannaey og Bergey í Vestmannaeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa fiskað fyrir austan land undanfarnar vikur og oftast landað aflanum í Neskaupstað.

Í síðustu viku lönduðu skipin þó í Eyjum. Í gær komu þau síðan bæði til Neskaupstaðar og lönduðu þar fullfermi. Í veiðiferðinni fylgdust skipin að og öfluðu svipað, en aflinn var nær alfarið þorskur og ýsa, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Í samtali við skipstjórana, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgi Þór Sverrisson á Vestmannaey, kom fram að algengt væri að veiðar færu fram fyrir austan land á þessum árstíma enda lítið að hafa fyrir sunnan landið. Í síðasta túr reyndu skipin fyrir sér á Broadway fyrir vestan Eyjar en þar var afar tregt. Einungis fékkst ýsa og hún var blönduð og ekki góð. Því var strikið tekið austur fyrir land beint á Glettinganesflak. Þar var góð veiði og þar fékkst góður fiskur. Skipstjórarnir segja að þarna sé fiskurinn í síldinni og mikið líf. Undir lok túrsins var haldið á Tangaflakið og þar var hann kláraður.

Skipin héldu á ný til veiða fljótlega að löndun lokinni en skipstjórarnir höfðu orð á því að spáin væri ekki sérstaklega góð.

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.