Lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í vikunni. Vestmannaey landaði á þriðjudag og Bergur á miðvikudag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af veiðiferðinni. „Þetta var bara fínasti túr en aflinn var mest ýsa. Við hófum veiðar út af […]

World Class í viðræðum við Vestmannaeyjabæ

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að hefja viðræður við World Class um mögulegan rekstur heilsuræktar við sundlaug Vestmannaeyja. Þessi ákvörðun var tekin á fundi bæjarráðs þann 15. janúar og birtist grein um málefnið á vef Viðskiptablaðsins nú í morgun. Björn Leifsson, forstjóri og einn aðaleigandi World Class, sendi bæjarstjóra, Írisi Róbertsdóttur, erindi þar sem hann óskaði […]

​Sakar bæjaryfirvöld um mismunun og svik

hasteinssvaedi_yfir_opf

Skipulag fyrir baðlón við Skansinn er nú til umfjöllunar hjá Vestmannaeyjabæ. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var lagt fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna þróunaráforma um baðlón og hótel á Skanshöfða ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Auk þess er lögð fram umhverfisskýrsla […]

Gular viðvaranir gefnar út

Gul Vidv 170125

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi.  Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 23:00 í kvöld gildir til kl. 07:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Austan og norðastan 13-23 og hviður yfir 35 m/s, hvasssast og mest úrkoma undir Eyjafjöllum. Snjókoma eða slydda á láglendi með lélegu […]

Siglt til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð fyrir hádegi. Brottför frá Vestmannaeyju kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglinar fyrir seinna í dag, verður gefin út tilkynning fljótlega eftir hádegi. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja […]

Kunnum að búa til gleði og gaman

Eyjafólkið Arnar Júlíusson og Dagbjört Lena Sigurðardóttir eru á fullu í vinnu við að undirbúa Eyjatónleikana í Hörpu laugardaginn 25. janúar nk. Þar eru þau á vegum Háskólans á Hólum og er liður í námi þeirra í viðburðarstjórnun. „Við komum inn í verkefnið í nóvember á síðasta ári og er þetta  hluti af verknámi sem […]

Óboðlegar uppákomur

Reykjavikurflugvollur Ernir Cr

Samgöngustofa hefur fyrirskipað Reykjavíkurborg að loka annarri flugbrautinni þar sem tré í Öskjuhlíðinni hafa áhrif á flugöryggi. Áður hafði verið farið fram á það við borgina að trén yrðu felld en borgaryfirvöld hafa ekki brugðist við sem skyldi. Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málið á fundi ráðsins í gær. Ráðið lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni […]

Rannveig ráðin byggingarfulltrúi

Rannveig Ísfjörð Cr

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Rannveigu Ísfjörð í starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 4. desember sl.. Umsóknarfrestur var til 23. desember og barst ein umsókn um starfið. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Rannveig hafi lokið B.Sc gráðu í byggingartæknifræði á sviði framkvæmda og lagna frá Háskólanum í Reykjavík árið […]

Spáð í spilin fyrir HM karla í handbolta

Ljósmynd: Hafliði Breiðfjörð.  Nú er Heimsmeistaramót karla í handbolta hafið, og spenna ríkir meðal íslenskra handboltaáhugamanna. Í kvöld mun Ísland leika sinn fyrsta leik á mótinu, sem hefst klukkan 19:20. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Við heyrðum í Söndru Erlingsdóttur, landsliðskonu í handbolta og fengum að spurja hana nokkura spurninga varðandi mótið. […]

Samið um vinnslu- og hugbúnað fyrir landeldisstöð Laxey

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Með samningnum tekur Laxey stórt skref en fyrirtækið stefnir á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Byggð hefur verið hátæknivædd seiðastöð sem er komin í fulla starfsemi og senn verður fyrsta áfanga […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.