Óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]
Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra […]
Dýrasta ferðin

Lömbin þagna Í árhundruðir voru náttúruhljóð það eina sem dundu á Eyjamönnum, söngur fugla, jarmið í rollunum, niður hafsins, vindur og regn svo ekki sé talað um mannamál hér og þar. Bátarnir liðu hljóðlausir frá festum sínum í höfninni sem var eins og vogur sem skar eyjuna og norðurkletta. Svo kom 1906. Fólk er allskonar. […]
Óli Gränz – Jólin í Jómsborg gleymast aldrei

Ólafur Gränz ólst upp í Jómsborg við Heimatorg • Lífsbaráttan hófst snemma • Sá upphaf Heimaeyjargossins • Missti allar eigur sínar í gosinu • Mikið verk að gera upp Breiðablik Eyjamaðurinn Óli Gränz, fullu nafni Carl Ólafur Gränz, hefur átt ævintýralega ævi. Hann lærði húsgagnasmíði og húsasmíði og er með meistarabréf í báðum iðngreinum. Óli […]
Stjörnusigur í Eyjum

ÍBV tapaði í dag naumlega gegn Stjörnunni í Olís deild kvenna. Leikið var í Vestmannaeyjum. Lið gestanna leiddi í leikhléi 11-13. Munurinn jókst svo í síðari hálfleik og munaði mest 7 mörkum. ÍBV náði svo að minnka muninn þegar líða tók á hálfleikinn og munaði einungis einu marki þegar lokaflautið kom. Lokatölur 22-23. Hjá ÍBV […]
MATEY framtak ársins

Sjávarréttahátíðin MATEY hlaut Fréttapýramídann 2024 sem framtak ársins. MATEY hefur verið haldin árlega síðan 2022. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja halda hátíðina í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjum, Ísfélag og Vinnslustöð, veitingastaði auk fleiri aðila. Markmiðið er að vekja athygli á sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum og á sjávarfangi Eyjanna. Einnig að styðja við sjálfbæra nýtingu hráefna úr sjónum og draga […]
Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. Suðaustan hvassviðri með rigningu (Gult ástand) Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í nótt kl. 02:00 og gildir til kl. 08:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Allvöss eða hvöss suðaustanátt og talsverð rigning. Búast má við […]
Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa

Vestmannaeyjabær auglýsti í lok síðasta árs laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með […]
Merkt framtak í þágu ferðaþjónustu og menningar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima hlýtur Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]
Stelpurnar mæta Stjörnunni í Eyjum

Elleftu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag, með tveimur leikjum. ÍBV tekur á móti Stjörnunni og er leikið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Liðin eru jöfn að stigum, hafa bæði fengið 6 stig úr 10 leikjum. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 22-25. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í dag. […]