Sigurjón og Sæþór Ingi á toppnum

Skak Kennsla Tv Ads

Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst. Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og […]

Ótrúlega fjölbreyttur afli

Vestmannaey Framan 2

Systurskipin Vestmannaey VE og Bergur VE, hafa að undanförnu lagt áherslu á að veiða annað en þorsk. Bergur landaði fullfermi í Eyjum sl. mánudag og Vestmannaey einnig fullfermi í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson á Bergi var ánægður með túrinn. „Aflinn hjá okkur var mest ufsi og karfi. Við vorum […]

Ráðherra heimsótti HSU

Hsu Heimsokn 2025 Stjr 2

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra heimsótti í gær Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU), kynnti sér starfsemina á ýmsum einingum stofnunarinnar, ræddi við starfsfólk og fundaði með stjórnendum. HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu í heilbrigðisumdæminu sem nær allt frá Þorlákshöfn í vestri, austur á Höfn í Hornafirði og sinnir auk þess sjúkraflutningum um allt Suðurland. Forstjóri […]

Final 4 hefst í dag

Eyja 3L2A9914

Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Í fyrri leik dagsins mætast ÍBV og Stjarnan. Í færslu á facebook-síðu handknattleiksráðs ÍBV eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta og styðja liðið til sigurs og tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum. Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur […]

Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega […]

Umgjörð Herjólfsdals

Kaplagjota Skjask Hbh 2025 La

Það var fallegt um að litast í vetrarblíðunni í dag. Blíðan bauð upp á drónaflug yfir Heimaey. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Við sjáum nú skemmtilegt myndband af fjallstindum og falllegum Herjólfsdalnum. (meira…)

Góð stemning á fundi Guðrúnar

Um fimmtíu sóttu fund Guðrúnar Hafsteinsdóttur formannsframbjóðanda í Sjálfstæðisflokknum sem haldinn var fimmtudagskvöld s.l. í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Guðrún tilkynnti framboð sitt til formanns fyrir tveimur vikum síðan og hefur síðan ferðast um landið og kynnt sína sýn á framtíð flokks síns. Guðrún kom inn á þing í þar síðustu kosningum til Alþingis […]

Kristgeir Orri býður upp á golfkennslu

Kristgeir Orri Grétarsson býður nú upp á golfkennsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Kristgeir hefur hefur verið í kennaranámi PGA og mun útskrifast nú í maí n.k. sem PGA golfkennari. Kristgeir hefur lengi haft ástríðu fyrir golfinu en hann byrjaði um 12 ára gamall að leika sér í golfi og byrjaði svo að æfa að […]

Nýtt fyrirkomulag við greiðslu og losun á úrgangi

sorp_opf_2024_cro

Frá og með mánudeginum 3. mars gildir ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Þetta segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að í nýjum samningi við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er […]

Örstuttri loðnuvertíð að ljúka – myndband

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.