Dýpkun gengur ágætlega

Herjólfur ohf. hefur gefið út tilkynningu vegna siglinga á morgun, 6. janúar. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 19:30, 22:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 20:45, 23:15 *Ferðir kl. 14:30,15:45,17:00,18:15 falla niður. *Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs […]
Stórútgerðir í skjóli SFS: Hver ber raunverulega ábyrgð á hnignun fiskistofna?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa undanfarið birt greinaskrif og yfirlýsingar sem beinast gegn smábátum og hafa reynt að stilla þeim upp sem aðalvandamáli varðandi sjálfbærni fiskveiða við Ísland. Þó að smábátar eigi vissulega sitt hlutverk í umræddu samhengi, þá er mikilvægt að skoða stærri myndina og beina sjónum að hlutverki stórútgerða og verksmiðjutogara undir […]
Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025

Risastórt ár að baki hjá mér og endirinn sennilega hvað skemmtilegastur, en ég upplifði það sem að mig hafði lengi dreymt um, að halda upp á stórafmæli á sólarströnd, sem og ég gerði þann 28. nóvember þegar ég varð sextugur, á Kanaríeyjum. Virkilega skemmtilegt og vel heppnuð ferð. En fleiri stórir atburðir voru í fjölskyldunni, […]
Vel heppnuð Þrettándagleði

Þrettándagleði ÍBV fór fram með pompi og prakt í gærkvöldi þar sem sjá mátti jólasveina, tröll, álfa ásamt ýmsum kynjaverum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og fylgdi göngunni eftir og smellti nokkrum skemmtilegum myndum af gleðinni. (meira…)
Mikið stuð á grímuballi Eyverja – myndir

Grímuball Eyverja var venju samkvæmt haldið í dag – á sama degi og þrettándagleðin. Fjöldi barna mættu á ballið í allskyns búningum. Líflegasti einstaklingurinn á ballinu var valin Emilía Eir Eiðsdóttir, Cruella. Frumlegasta búninginn átti Aníta Björk Styrmisdóttir, en hún var hringekja. Í 1. og 2. sæti voru þær Emma Dís Borgþórsdóttir og Katla Sif […]
Lýst er eftir miða með 10 milljóna króna vinningi

Ef þú átt einhversstaðar Lottómiða sem þú ert ekki búinn að skoða – þá er tími til þess að gera það núna, því Íslensk getspá auglýsir eftir vinningshafa frá 7. desember síðastliðnum en þann dag var einn með fyrsta vinning upp á tæpar 10 milljónir króna. Var miðinn keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn en vinningshafinn […]
Alda og Emma fyrrverandi leikskólastjórar

Við ræddum við þær Emmu H. Sigurgeirsdóttur Vídó og Öldu Gunnarsdóttur, en þær eru fyrrverandi leikskólastjórar á Kirkjugerði. Alda byrjaði á Kirkjugerði árið 1995 eftir að hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands og tók við sem leikskólastjóri í desember 1997. Á þeim tíma voru einungis tveir leikskólakennarar starfandi á Kirkjugerði og auk Öldu var það Ellý Rannveig Guðlaugsdóttir sem […]
Eyja skólastjóri – Börn eru bara svo dásamleg

Leikskólinn Kirkjugerði fagnaði 50 ára afmæli þann 10. október síðastliðinn. Kirkjugerði hefur átt langt og farsælt starf í gegnum árin og langaði okkur að fá að heyra aðeins í fólkinu sem starfar og tengist Kirkjugerði. Við byrjuðum á að ræða við Eyju Bryngeirsdóttur núverandi leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja byrjaði leikskólastarfsferil sinn í upphafi í leikskólanum Rauðagerði […]
Gunnhildur í Flamingo

Gunnhildur Jónasdóttir ásamt dætrum sínum þremur, Ernu Dögg, Tönju Björg og Hjördísi Elsu. Gunnhildur Jónasdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar Flamingo fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og viðskiptavinum, 35 ára afmæli Flamingo í nóvember með pompi og prakt þar sem boðið var upp á tískusýningu, afslætti og léttar veitingar. Við fengum að spyrja Gunnhildi nokkurra spurninga. Fjölskylda: Ég […]
Nýja árinu fagnað með stæl

Eyjamenn tóku á móti nýja árinu með stæl á gamlárskvöldi, en mikið var sprengt og lýstu flugeldar upp himininn. Þrátt fyrir kulda var veðrið afar stillt og fallegt, sem gerði flugeldunum kleift að njóta sín til fulls. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta náði að fanga þessa stórkostlegu ljósadýrð á mynd og ljóst er að Eyjamenn […]