Kristín Klara: ,,Mikilvægt að læra af mistökum og bæta sig”

Kristín Klara Óskarsdóttir, hand- og fótboltakona hlaut viðurkenningu fyrir íþróttakonu æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Kristín Klara átti framúrskarandi ár og æfir bæði fótbolta og handbolta. Hún steig stórt skref síðastliðið sumar með því að spila 15 leiki með meistaraflokki kvenna í fótbolta. Hún varð bikarmeistari með 4. flokki kvenna og […]

Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Leikvöllur Born Tms IMG 2413 Stor

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í […]

Lítið dýpi í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt fyrir hádegi í dag og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema þegar veður er mjög gott á flóði, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þess er jafnframt […]

Styrkja ÍBV um 13 milljónir vegna hitalagna

Hasteinsv Lagfaerdur 20250207 145534

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið fyrir á ný beiðni ÍBV-íþróttafélags um fjárveitingu til að hægt sé að setja hitalagnir undir Hásteinsvöll. Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi D lista, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja tillögu vegna málsins um hitalagnir undir Hásteinsvöll. Meirihluti bæjarstjórnar greiddi atkvæði með tillögu forseta bæjarstjórnar um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Úr […]

Andri Erlingsson – Framundan eru spennandi tímar í handboltanum

Andri Erlingsson, handboltamaður hlaut viðurkenningu fyrir íþróttamann æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Um hann segir: Andri tók miklum framförum á árinu 2024 og er nú orðinn sterkur leikmaður í meistaraflokki í handbolta. Hann hefur átt glæsilegt tímabil og var í október útnefndur besti sóknarmaður deildarinnar samkvæmt tölfræðiveitunni HB Statz. Andri er […]

Oliver Heiðarsson – byrjaði að æfa fótbolta sex ára

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú í janúar af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Viðurkenninguna í hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Um hann segir: Oliver átti frábært ár og var lykilleikmaður ÍBV sem vann Lengjudeildina síðastliðið haust. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk og var valinn besti leikmaðurinn. Oliver er […]

Vill stofna jarðgangafélag að fyrirmynd Færeyinga

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt í gær jómfrúarræðu sína á Alþingi undir liðnum, störf þingsins. Þar sagði Jens Garðar að þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að framkvæmdir við ein jarðgöng séu í gangi á hverjum tíma, þá hafi ríkt kyrrstaða í gerð jarðganga á Íslandí hartnær fimm ár. Hann sagði að forsenda áframhaldandi […]

Almenn ánægja með þjónustu HSU

20200522 153258

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur innleitt nýja þjónustukönnun sem send er til þeirra sem leita þjónustu stofnunarinnar. Greint er frá fyrstu niðurstöðum þjónustukönnunarinnar á vef stofnunarinnar. Þær sýna að almennt eru þjónustuþegar ánægðir með þjónustu HSU. Nú hafa 2226 þjónustuþegar svarað könnuninni og gáfu HSU meðaleinkunnina 4,3 af 5 mögulegum stigum. Viðmót starfsfólks: 92% þjónustuþega telja […]

Strákarnir töpuðu – jafntefli hjá stelpunum

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV léku deildarleiki í gær. Það var sannkallaður botnslagur á Seltjarnarnesi þegar Grótta tók á móti ÍBV í Olísdeild kvenna. Grótta neðstar og ÍBV í næsta sæti fyrir ofan. Enduðu leikar 22-22. Hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir atkvæðamestar með sitthvor sex mörkin, þá gerði Alexandra Ósk […]

Fjölmargir spennandi viðburðir framundan í Eyjum

Nóg er um að vera hér í Eyjum á komandi mánuðum, og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Ýmsir viðburðir, ráðstefnur, hlaup og skemmtanir standa til. Hér er yfirlit yfir helstu viðburðina sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Pöbbkviss á Háaloftinu í Höllinni Næstkomandi laugardag, 15. febrúar munu Jón Helgi Gíslason og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.