Nóg að gera hjá Laxey

  Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja […]

Jólablað Eyjafrétta borið út í dag

EF Forsida 18 Tbl

Jólablað Eyjafrétta sem er  bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna. Meðal efnis er: Eyjamaðurinn er […]

Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]

Draumur um hvít jól

K94A1545

Mörgum dreymir um hvít jól. Hvort þeim verði að ósk sinni þessi jólin á eftir að koma í ljós. Jólaljósin skörtuðu sínu fegursta á köldum degi í Eyjum í gær. Það sést í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem fór um bæinn og með drónann yfir bæinn í blíðunni. Njótið! (meira…)

Brunað í blíðunni

Börnin nutu þess í gær að bruna niður brekkuna á Stakkagerðistúni. Þó ekki sé mikill snjór í Eyjum dugði það til að renna sér á góðum hraða niður og fóru krakkarnir ferð eftir ferð. Ljósmyndari Eyjafrétta leit þar við í gær. (meira…)

Það styttist…

„Það styttist í það” syngur hljómsveitin Baggalútur, en í dag eru sex dagar til jóla. Vestmannaeyjabær er orðinn heldur betur jólalegur. Það sést vel á þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson tók í blíðunni í dag. (meira…)

4,5 milljónum úthlutað til 14 verkefna

Img 3860

Síðastliðinn mánudag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í […]

Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól „Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir […]

Gerð minnisvarðans á Eiðinu

Á mánudaginn var þess minnst að 100 ár voru frá mannskæðu sjóslysi norðan við Þrælaeiðið. Einnig var vígður minnisvarði á Eiðinu. Halldór B. Halldórsson fylgdist með undirbúningnum og vinnunni við minningarsteininn. Minnig þeirra sem fórust í sjóslysinu við Eiðið heiðruð – Eyjafréttir (meira…)

„Gefur manni trú á að framtíðin sé björt”

1000006846

Um síðastliðna helgi var vígður nýr glæsilegur líkamsræktarsalur í Týsheimilinu. Það var sumarið 2023 sem ÍBV fékk gamla Týssalinn afhentan frá Vestmannaeyjabæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gegnt því hlutverki. Unnið hefur verið í því um nokkurt skeið að fá salinn m.a. Erlingur Richardsson og núverandi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.