Metfjöldi útkalla hjá þyrlusveit Gæslunnar

IMG_1036_þyrla_lagf_25

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2024. Alls var sveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem er 31 útkalli meira en árið 2023. Af útköllunum 334 voru 135 farin á fyrsta forgangi og 150 á öðrum forgangi. Ríflega helmingur útkallanna voru vegna sjúkraflutninga eða um 183 útköll. Sjúkraflutningum á landi og sjó fjölgaði um […]

Heimild veitt fyrir allt að 20 borholum

Haugasvaedi 20250113 105005

Vestmannaeyjahöfn hefur verið veitt heimild til framkvæmdar á allt að 20 borholum vegna jarðvegs-rannsókna innan svæðis á Helgafellshrauni sunnan Eldfells og oft kennt við Haugasvæði. Með grjótleitinni er vonast til að hægt verði að finna álitlegt berg sem hægt verði að nýta til hafnarframkvæmda og er hugmyndin er að nýta það til uppfyllingar á Eiðinu. […]

Grettir nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins

Nýsköpun í uppsjávariðnaði fær sérstakan sess með tilkomu Grettis Jóhannessonar sem nýverið tók við nýju starfi hjá Félagi uppsjávariðnaðarins (FU) og Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞVS) sem nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins. „Ég hef aðstöðu í ÞVS þar sem mér hefur verið afar vel tekið,“ sagði Grettir, sem hefur hafið vinnu og er að skoða lista af hugmyndum með mögulegum tækifærum. […]

Óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna

Skolal Hamarssk 0921

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]

Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra […]

Dýrasta ferðin

Flugvollur

Lömbin þagna Í árhundruðir voru náttúruhljóð það eina sem dundu á Eyjamönnum, söngur fugla, jarmið í rollunum, niður hafsins, vindur og regn svo ekki sé talað um mannamál hér og þar. Bátarnir liðu hljóðlausir frá festum sínum í höfninni sem var eins og vogur sem skar eyjuna og norðurkletta. Svo kom 1906. Fólk er allskonar. […]

Óli Gränz – Jólin í Jómsborg gleymast aldrei 

Ólafur Gränz ólst upp í Jómsborg við Heimatorg • Lífsbaráttan hófst snemma • Sá upphaf Heimaeyjargossins • Missti allar eigur sínar í gosinu • Mikið verk að gera upp Breiðablik  Eyjamaðurinn Óli Gränz, fullu nafni Carl Ólafur Gränz, hefur átt ævintýralega ævi.  Hann lærði húsgagnasmíði og húsasmíði og er með meistarabréf í báðum iðngreinum. Óli […]

Stjörnusigur í Eyjum

Eyja 3L2A8333

ÍBV tapaði í dag naumlega gegn Stjörnunni í Olís deild kvenna. Leikið var í Vestmannaeyjum. Lið gestanna leiddi í leikhléi 11-13. Munurinn jókst svo í síðari hálfleik og munaði mest 7 mörkum. ÍBV náði svo að minnka muninn þegar líða tók á hálfleikinn og munaði einungis einu marki þegar lokaflautið kom. Lokatölur 22-23. Hjá ÍBV […]

MATEY framtak ársins

Sjávarréttahátíðin MATEY hlaut Fréttapýramídann 2024 sem framtak ársins. MATEY hefur verið haldin árlega síðan 2022. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja halda hátíðina í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjum, Ísfélag og Vinnslustöð, veitingastaði auk fleiri aðila. Markmiðið er að vekja athygli á sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum og á sjávarfangi Eyjanna. Einnig að styðja við sjálfbæra nýtingu hráefna úr sjónum og draga […]

Gular viðvaranir víðast hvar

Gul Vidv 110125

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. Suðaustan hvassviðri með rigningu (Gult ástand) Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í nótt kl. 02:00 og gildir til kl. 08:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Allvöss eða hvöss suðaustanátt og talsverð rigning. Búast má við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.