Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa

Vestmannaeyjabær auglýsti í lok síðasta árs laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með […]
Merkt framtak í þágu ferðaþjónustu og menningar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima hlýtur Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]
Stelpurnar mæta Stjörnunni í Eyjum

Elleftu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag, með tveimur leikjum. ÍBV tekur á móti Stjörnunni og er leikið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Liðin eru jöfn að stigum, hafa bæði fengið 6 stig úr 10 leikjum. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 22-25. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í dag. […]
Gísli Valtýsson – Alltaf traustur bakhjarl

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár. Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]
Stefnan sett á að verða skipstjóri

Stefán Ingi Jónsson útskrifaðist á dögunum úr skipstjórn frá Tækniskólanum og fékk hann viðurkenningu frá SFS fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Þá var hann með hæstu einkunn í útskriftarhópnum. Stefán Ingi hefur verið á námstyrk hjá Vinnslustöðinni frá því vorið 2022 og hefur hann sinnt námi meðfram vinnu. Hann er í dag stýrimaður á Kap […]
Fréttapýramídinn 2024 – Gísli Valtýsson maður ársins

Í hádeginu í dag fór fram í Eldheimum afhending Fréttapýramídanna sem er viðurkenning til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári eða unnið að bættum hag Vestmannaeyja í gegnum árin. Fjölmennt var og hófst dagskráin með því að Trausti Hjaltason, formaður stjórnar Eyjasýnar sem á og gefur út Eyjafréttir og vefmiðilinn eyjafrettir.is […]
Hagnaðurinn minnkar

Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs minnkaði á milli áranna 2022 og 2023. Frá árinu 2022 lækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 37% í 36,5%, hækkaði í fiskveiðum úr 24,6% árið 2022 í 24,9% af tekjum árið 2023 og lækkaði í fiskvinnslu […]
Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]
Bandarískur sóknarmaður til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Lowrey hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun leika með liði meistaraflokks kvenna í Lengjudeildinni í sumar. Fram kemur í frétt á heimasíðu ÍBV að samningur Allison sé til loka tímabils en hún kemur til ÍBV frá Texas A&M eftir að hafa einnig leikið með háskólaliði Rutgers. Allison er 22 […]
Ferðast um eyjuna í fallegu veðri

Það var fallegt um að litast Í Vestmannaeyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar frá því fyrr í dag. Halldór fór vítt og breytt um bæinn og eins sýnir hann okkur eyjuna úr lofti. Sjón er sögu ríkari! (meira…)