Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa

Ráðhús_nær_IMG_5046

Vestmannaeyjabær auglýsti í lok síðasta árs laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með […]

Merkt framtak í þágu ferðaþjónustu og menningar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima hlýtur Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni í Eyjum

Eyja 3L2A7868

Elleftu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag, með tveimur leikjum. ÍBV tekur á móti Stjörnunni og er leikið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Liðin eru jöfn að stigum, hafa bæði fengið 6 stig úr 10 leikjum. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 22-25. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í dag. […]

Gísli Valtýsson – Alltaf traustur bakhjarl

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár.  Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]

Stefnan sett á að verða skipstjóri

Stefán Ingi Jónsson útskrifaðist á dögunum úr skipstjórn frá Tækniskólanum og fékk hann viðurkenningu frá SFS fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Þá var hann með hæstu einkunn í útskriftarhópnum. Stefán Ingi hefur verið á námstyrk hjá Vinnslustöðinni frá því vorið 2022 og hefur hann sinnt námi meðfram vinnu. Hann er í dag stýrimaður á Kap […]

​Fréttapýramídinn 2024 – Gísli Valtýsson maður ársins

Gisli Valtys 2025 IMG 4281

Í hádeginu í dag fór fram í Eldheimum afhending Fréttapýramídanna sem er viðurkenning til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári eða unnið að bættum hag Vestmannaeyja í gegnum árin. Fjölmennt var og hófst dagskráin með því að Trausti Hjaltason, formaður stjórnar Eyjasýnar sem á og gefur út Eyjafréttir og vefmiðilinn eyjafrettir.is […]

Hagnaðurinn minnkar

DSC_7907

Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs minnkaði á milli áranna 2022 og 2023. Frá árinu 2022 lækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 37% í 36,5%, hækkaði í fiskveiðum úr 24,6% árið 2022 í 24,9% af tekjum árið 2023 og lækkaði í fiskvinnslu […]

Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]

Bandarískur sóknarmaður til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Lowrey hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun leika með liði meistaraflokks kvenna í Lengjudeildinni í sumar. Fram kemur í frétt á heimasíðu ÍBV að samningur Allison sé til loka tímabils en hún kemur til ÍBV frá Texas A&M eftir að hafa einnig leikið með háskólaliði Rutgers. Allison er 22 […]

Ferðast um eyjuna í fallegu veðri

default

Það var fallegt um að litast Í Vestmannaeyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar frá því fyrr í dag. Halldór fór vítt og breytt um bæinn og eins sýnir hann okkur eyjuna úr lofti. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.