Minntust þeirra sem látist hafa í umferðinni

Í gær var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum og beðið fyrir þeim sem slasast hafa. Viðbragsaðilar mættu í messuna. Í gærkvöld mættu viðbragðsaðilar frá Björgunarfélaginu, sjúkraliðinu og lögreglu ásamt séra Guðmundi Erni. Einnig voru nokkrir aðilar sem mættu þrátt fyrir ískaldan sunnudag. Falleg stund við hlið kirkjugarðsins þar sem kveikt var á kertum […]
Strákarnir úr leik í bikarnum

16-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta hófust í dag. Á Ásvöllum tóku Haukar í móti ÍBV. Haukar náðu forystunni í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi 15-14. ÍBV náði að jafna í upphafi seinni hálfleiks og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum hálfleiksins. Eyjamenn náðu þó aldrei að komast yfir og þegar leið á […]
Litla Mónakó – VÁ!

Ný fóðurverksmiðju að koma til Vestmannaeyja? Gríðarleg verðmætasköpun og samlegðaráhrif verður hjá risunum þremur. Allt að 50 störf gætu skapast + afleidd störf. Klasamyndunin er hafin! Svona hefst pistill Jóhanns Halldórssonar um áframhaldandi uppbyggingu í Vestmannaeyjum, sem hann kallar gjarnan litla Mónakó. Grípum aftur niður í pistil hans. Stærsti framleiðandi á fiskifóðri í heimi Í […]
Mæta Haukum í bikarnum

16 liða úrslit bikarkeppni karla hefjast í dag með fjórum viðureignum. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti ÍBV. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni og má því búast við baráttuleik að Ásvöllum í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.00, en þess má geta að leikurinn er sýndur beint á RÚV. Leikir dagsins: Dagur […]
Höfnuðu eina tilboðinu sem barst

Eitt mál var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Málið sem tekið var fyrir er vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hásteinsvelli, en til stendur að setja gervigras á völlinn. Fram kemur í fundargerð að eitt tilboð hafi borist í útboð vegna jarðvinnu og lagna við Hásteinsvöll. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs […]
Búbblur, bröns og baráttan framundan

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnaði í dag kosningaskrifstofu sína fyrir alþingiskosningarnar þann 30. nóvember. Frambjóðendur voru á staðnum og boðið var upp á búbblur og alvöru bröns. Frambjóðendur fóru yfir kosningabaráttuna sem framundan er, en réttar tvær vikur eru í að landsmenn gangi til kosninga. Ljósmyndari Eyjafrétta leit við í Ásgarði í hádeginu og tók meðfylgjandi […]
Opna aftur eftir breytingar

Iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum lögðu leið sína í Miðstöðina í gærkvöld en þar gátu þeir kynnt sér ýmis verkfæri sem þar eru til sölu. Einnig var boðið upp á léttar veitingar. Marinó Sigursteinsson er eigandi Miðstöðvarinnar. „Við vorum að opna eftir breytingar á búðinni og því var ákveðið að halda smá teiti. Einnig höldum við upp […]
Minningarstund um fórnalömb umferðarslysa

Á morgun verður minningarstund í Landakirkju um fórnalömb umferðarslysa. Árið 2005 ákváð allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að helga þriðja sunnudag í nóvember ár hvert minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum, samstöðu með þeim sem glíma við fötlun og örkuml sem afleiðing umferðarslysa, umhyggju um aðstandendur þeirra, sem og um löggæslu, sjúkralið og aðra þá sem […]
Hluthafi í Laxey skoðar að opna fóðurverksmiðju á Íslandi

Mynd: Óskar Jósúason Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims. „Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. […]
Herjólfur, fullt tungl og ólgandi sjór

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði kraft og fegurð Vestmannaeyja í óveðrinu sem gekk yfir. Í þetta sinn tók hann magnaðar myndir af Herjólfi á siglingu þar sem fullt tungl lýsti upp himininn yfir ólgandi sjónum. Myndirnar minna okkur á hversu stórbrotin náttúran er og hvað við sem búum í Eyjum, stöndum nærri henni. (meira…)